Fótboltamót fjármálafyrirtækja og Kaldbaks 2024

Fótboltamót fjármálafyrirtækja hefur verið haldið á Akureyri í 21 skipti á undanförnum árum. Eftir þriggja ára hlé á mótahaldinu, ákvað Kaldbakur að taka við keflinu af Íslenskum Verðbréfum, sem áður héldu mótið, og blésu til 22. mótsins um seinast liðna helgi.

Mjög góð þátttaka var í mótinu og tóku alls 15 fyrirtæki þátt og skráðu 33 lið sig til leiks í karla og kvennaflokki. Í raun er þetta fjölmennasta mótið frá upphafi og er óhætt að segja að kapp og gleði hafi ríkt á mótinu sem og á glæsilegu lokahófi sem haldið var í Menningarhúsinu Hofi á laugardagskvöldi.

Úrslit mótsins voru sem hér segir:

Karlar:

1.     Íslandsbanki 1

2.     Íslandsbanki 4

3.     Arion banki 1

Konur:

1.     Arion banki 1

2.     Sjóvá

3.     Íslandsbanki 1

Það er ljóst að Fótboltamót fjármálafyrirtækja og Kaldbaks er komið til með að vera og er undirbúningur að mótinu 2025 nú þegar hafinn.

Kaldbakur þakkar öllum kærlega fyrir komuna og við hlökkum til að taka á móti ykkur að ári, með enn betra og glæsilegra móti.

Previous
Previous

Fyrsta heila starfsár Kaldbaks að baki

Next
Next

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Optimar